Lífið

Lögreglukórinn boðar jólafögnuð

Lögreglukórinn.
Lögreglukórinn.
Lögreglukórinn heldur jólatónleika sína í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Hörður Jóhannesson, formaður Lögreglukórsins og aðstoðar lögreglustjóri, segir að dagskráin verði mjög fjölbreytt . Þetta verði sambland af íslenskri tónlist og erlendri, gamalli og nýrri. Hörður segir að kórinn starfi alltaf yfir vetrarmánuðina og haldi reglubundið jólatónleika, en þó ekki á hverju ári.

Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og hefur sungið víða í gegnum árin og hefur gefið út meðal annars tvo geisladiska á síðustu árum. Fyrir tveimur árum fór kórinn í mikið söngferðalag til Rússlands og Eistlands og þá tekur hann þátt í norrænu lögreglukóramóti sem haldið er fjórða hvert ár. Fyrr á þessu ári fór Lögreglukórinn til Álandseyja í tilefni af lögreglukóramóti.

Jólatónleikarnir verða haldnir í Grafarvogskirkju og hefjast klukkan hálfníu á sunnudaginn Einsöngvarar eru Anna Margrét Óskarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.