Innlent

Kanadíski fiskibáturinn fundinn

Um klukkan hálftólf náði Landhelgisgæslan sambandi við fiskibátinn sem leitað var að í morgun. Báturinn reyndist vera með bilaða vél, en ekkert amar að mannskapi um borð.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að TF-SÝN viðhaldi fjarskiptasambandi við bátinn þar til Challenger flugvél danska flughersins komi á vettvang til að viðhalda fjarskiptasambandi uns næsta skip komi bátnum til aðstoðar.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, stjórnar aðgerðum í náinni samvinnu við björgunarmiðstöðvar í Kanada, Grænlandi, Færeyjum og Noregi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×