Innlent

Fullkomlega eðlilegt að spyrja Geir út í efnahagsmálin

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fullkomlega eðlilegt að spyrja forsætisráðherra út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Geir H. Haarde firrtist við þegar Sindri Sindrason spurði hann út í málið í dag og sakaði forsætisráðherra hann um dónaskap. „Mér finnnst hún nú frekar skiljanleg í ljósi frétta undanfarna sólarhringa, nýrrar afkomuspár ríkissjóðs, hagspár ASÍ og fleiri frétta,“ segir Steingrímur, aðspurður hvort spurning Sindra til ráðherra hafi verið eðlileg.

„Það er nú undarlegt ef forsætisráðherra kemur það á óvart að hann sé spurður út í ástand efnahagsmála og aðgerðir í því sambandi. Satt best að segja undrast ég að ekki skuli hafa verið harðar sótt að ríkistjórninni þessa dagana," segir Steingrímur. „Hlutirnir eru nú aldeilis öðruvísi en gefið var í skyn þegar talað var um að botninum væri náð og það ætti að verða bjartara framundan í mars eða apríl," segir hann og bætir því við að hann efist um að ríkistjórnin sé að „ná vopnum sínum."

„Horfurnar eru að mínu mati mun alvarlegri núna en fyrir mánuði sex vikum síðan. Og leist manni nú ekki vel á eftir páska," segir Steingrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×