Innlent

Flugeldasala gengur vel

Jón Ingi Sigvaldason segir að flugeldasalan gangi vel þetta árið.
Jón Ingi Sigvaldason segir að flugeldasalan gangi vel þetta árið.

Flugeldasala hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu gengur eftir óskum og sölustaðir hafa verið stappfullir í kvöld, segir Jón Ingi Sigvaldason markaðs- og sölustjóri.

„Dagurinn í dag hefur bara verið mjög góður. Þetta er vanalega þannig að salan er mest seinustu tvo dagana - frá hádegi þann þrítugasta til klukkan fjögur á gamlársdag," segir Jón Ingi. Hann segir að hið sama virðist eiga við núna. Fólk sé að koma til björgunarsveitanna og styrkja sína sveit.

Jón Ingi segir að nýjustu skotterturnar með myndum af útrásarvíkingunum hafi selst mjög vel. „Það fer bara hver að verða seinastur að taka þær. Einhverjir hafa tekið þessu alvarlegar heldur en á að gera en þetta er bara grín. Spaugstofan gerir grín að fólki í hverri viku og það er það sem við erum að gera," segir Jón Ingi.

Jón Ingi segist eiga von á góðri sölu á morgun enda hafi veðurspáin fyrir gamlárskvöld sjaldan verið betri en í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×