Erlent

Obama og Hillary á þeytingi um Pennsylvaniu

Þau Barak Obama og Hillary Clinton þeytast nú um Pennsylvaníu í baráttu sinni fyrir forkosningarnar sem þar verða haldnar á morgun.

Hillary hefur enn forskot á Obama í ríkinu samkvæmt skoðanakönnunum en forskot hennar hefur minnkað töluvert undanfarna daga og er nú aðeins 5%.

Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að Hillary verði að sigra í þessu ríki til að eiga einhverja möguleika á að verða valin forsetaefni Demókrataflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×