Erlent

Sjóræningjar skutu á olíuskip

Olía hefur lekið úr japönsku tankskipi nálægt Jemen á Arabíuskaga eftir að meintir sjóræningjar skutu úr fallbyssum á það.

Gat var á byrðingi skipsins og úr því fossaði olía þar til skipverjum tókst að loka fyrir það. Skipið getur tekið 150 þúsund tonn af olíu. Það var á leiðinni til Saudi Arabíu þegar sjóræningjar skutu á það.

Engan úr áhöfn skipsins sakaði. Skipverjar hafa tekið stefnuna á Aden þar sem verður hægt að taka það í slipp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×