Innlent

Bjarni Ármannsson til liðs við 90 milljarða fjárfestingarsjóð í Bandaríkjunum:

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Paine & Partners hefur fengið til liðs við sig Bjarna Ármannsson og Frank O. Reite, sem báðir voru áður hjá Glitni. Frank og Bjarni stýra fjárfestingum í Norður-Evrópu.

Bjarni segir að í Paine & Partners sé bakland og farvegur fyrir stærri fjárfestingar, en um þessar mundir er fjárfest úr sjóði sem er tæpir 90 milljarðar króna að stærð. Hann útilokar ekki að samstarfið leiði til aukinnar erlendrar fjárfestingar hér á landi.

Í viðtali við Markaðinn kveðst Bjarni ekki bjartsýnn á þróun efnahagsmála í heiminum og segir að nú fari að koma fram annars stigs-áhrif undirmálslánakreppunnar. Hann segir krónuna hafa misst trúverðugleika bæði innan lands og utan og segir ekki að undra þótt Evrópusambandsaðild sé talin ein af leiðum til úrlausnar.

Bjarni ræðir einnig stöðu REI og telur útséð um að fyrirtækið geti uppfyllt þær væntingar sem til þess voru gerðar í upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×