Erlent

Jamaica háð Íslandi og öðrum álframleiðsluríkjum

Ef Ísland og önnur álframleiðsluríki hættu að kaupa báxít frá Jamaica, yrði landið fljótlega gjaldþrota.

Námuvinnsla skilar sjötíu og fimm prósentum af öllum útflutningi frá landinu. Og hún skilar sextíu prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.

Til samanburðar má geta þess að útflutningur sjávarafurða er um 42 prósent af heildarútflutningi íslenska þjóðarbúsins.

Áfallið sem efnahagur Jamaica yrði fyrir við að hætta námuvinnslu yrði því tæplega tvöfalt meiri en áfallið yrði á Íslandi ef útflutningi sjávarafurða yrði hætt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×