Innlent

Samningar munu liggja fyrir síðar í sumar um komu flóttamannanna

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akranesskaupstaðar.
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akranesskaupstaðar.

Samningar liggja ekki endanlega fyrir á milli Akranesskaupstaðar og félagsmálaráðuneytisins um kostnað við komu hinna 25-29 palestínsku flóttamanna. Flóttamennirnir munu að öllum líkindum koma hingað um mánaðarmótin ágúst-september. Mun gengið frá þessum samningum upp úr miðjum júlí.

Sveinborg Kristjánsdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs hjá Akranesskaupstað sagði í samtali við Vísi ,,það liggur ljóst fyrir í reglugerðum hvað ríkið tekur þátt í, en nákvæmar upphæðir liggja ekki fyrir fyrr en í lok júlí". Hún nefndi einnig að þau væru þegar byrjuð að leita að íbúðum fyrir fjölskyldurnar og auglýsa eftir verkefnastjóra til þess að sjá um mál þeirra.

Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra á Akranesi gagnrýndi bæjarstjórn Akranesskaupstaðar í samtali við Vísi í dag fyrir ónægjar upplýsingar um komu flóttamannanna. Gagnrýndi hann meðal annars að hann hefði engar upplýsingar séð um hvort samningar lægu fyrir.

Alþjóðlegur flóttamannadagur er haldin hátíðlegur upp á Akranesi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×