Peppland 31. júlí 2008 04:45 Haukur Már Helgason skrifar um skýrslu um ímynd Íslands: Það á að vera sameiginlegt verkefni allrar þjóðarinnar að standa vörð um ímynd landsins og koma réttum skilaboðum á framfæri. Að hafa stjórn á slíku einkenni krefst hins vegar sameinaðra krafta allra hagsmunaðila bæði á vegum hins opinbera og einkageirans, til að hægt sé að láta slíkt verkefni ganga upp. Þjóðin, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að bera fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru og geta staðið við þær í samræmi við það einkenni og þau skilaboð sem vörumerki landsins á að standa fyrir.“ Svo segir í skýrslu um ímynd Íslands sem forsætisráðuneytið gaf út með nokkurri viðhöfn í mars á þessu ári. Tilvitnunin er ekki einsdæmi og val hennar er ekki útúrsnúningur: tilgangurinn með gerð skýrslunnar er að „þjóðin, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar“ stilli saman strengi sína í sköpun ímyndar landsins, bæði „innri ímyndar“ og hefðbundinnar „ytri ímyndar“. Meðal aðferða sem eru taldar upp í skýrslunni er þessi: „Ein leið væri að byggja upp sögur af árangri íslenskra fyrirtækja og einstaklinga á öllum sviðum athafnalífsins, menningar, lista og viðskipta. Hér þarf að nýta ljóðskáld, rithöfunda, ljósmyndara og hljóðmenn til þess að koma sögunum á sannfærandi hátt til skila.“ Þetta plagg er illt. Mér dettur ekki í hug neitt betra orð. Æðstu stjórnvöld í landi funda með fjármagnseigendum til að skipuleggja sjálfsmynd samfélags og velja sögurnar sem skulu heyrast af því – það er, ráðstafa merkingu lífs okkar og samfélags, í þágu útflutningsgreina. Það er illt. Ég ætlaði að segja þær góðu fréttir á móti að skýrslan væri blessunarlega léleg, að þrátt fyrir tiltrú ráðherra myndi líklega misheppnast að móta stefnu eftir henni. Þá var ég að hugsa um kauðslegar setningar eins og þessa: „Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar“. En skýrslan, eða andi hennar, er alls ekki nógu léleg heldur virðist hún þegar hafa áhrif á ákvarðanir innan stjórnkerfisins. Þegar lögregla meinaði ljósmyndurum aðgang að nýskotnum ísbirni fyrr í sumar var til dæmis vísað til hagsmuna sem fólgnir væru í ímynd landsins. Forsíðugrein nýjasta heftis tímaritsins Reykjavík Grapevine fjallar um þessa skýrslu. Þrátt fyrir að finna einhverja annmarka á skýrslunni, þá er höfundur greinarinnar að mestu leyti ánægður með vel unnið starf og telur að það muni skila árangri. Höfundurinn, Bergur Ebbi Benediktsson, er verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði. Annar af tveimur starfsmönnum nefndarinnar á bak við ímyndarskýrsluna er líka verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði. Það meikar sens. Útflutningsráð er nefnt 27 sinnum í skýrslunni, og meðal annars útskýrt að meginhlutverk þess sé að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að koma sínu í verð erlendis. Þá rekur Útflutningsráð Fjárfestingarstofu til að „draga að hugsanlega fjárfesta til landsins og fer þar öflugt kynningarstarf fram“. Útflutningsráð rekur kvikmyndaumboðsskrifstofuna Film in Iceland og veitir „Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar skrifstofuaðstöðu og umsjón með bókhaldi“. Í skýrslunni er lagt til að Útflutningsráð samhæfi „kynningar til viðeigandi markhópa“ og „leggi til starfsmenn og/eða fjármuni til vettvangsins“ Promote Iceland sem er ætlað að koma „alþjóðlegri kynningu á Íslandi í skýran og samstilltan farveg“. Hagsmunir á markaði felast ekki síst í peppi, því að tala verðmæti hluta upp. Forsíðuefni Reykjavík Grapevine er svikið. Þegar að er gáð reynist það alls ekki vera blaðagrein, heldur bara pepp. Bara drasl. „Nefndin leggur til að kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur, frelsi og friður. Þetta eru lykilorð sem farsælt er að byggja á jákvæða og sanna ímynd af landi og þjóð.“ Svo mælti skýrslan. Íslensk tunga lifir í máli þjóðarinnar, sagði hún líka og hló. Að sögn verkefnisstjórans dugmikla er íslensk tunga líka lykillinn að heimspekiarfleifð Norður-Evrópu. Hér eru allir að vinna vinnuna sína. Orðin flæða gegnum þetta fólk viðnámslaust. Að orðin flæði viðnámslaust er ekki blaðamennska. Það er bara vitleysa. Að starfsmaður Útflutningsráðs skrifi pepp fyrir vinnuveitanda sinn og láti sem það sé blaðagrein, það er tímanna tákn. Blaðamennska snýst hins vegar um að veita tímanna táknum viðnám. Hvernig dirfist ritstjórn Reykjavík Grapevine, sem einu sinni gaf út merkilegt blað, að taka þessu freyðivíni sem forsíðuefni? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Haukur Már Helgason skrifar um skýrslu um ímynd Íslands: Það á að vera sameiginlegt verkefni allrar þjóðarinnar að standa vörð um ímynd landsins og koma réttum skilaboðum á framfæri. Að hafa stjórn á slíku einkenni krefst hins vegar sameinaðra krafta allra hagsmunaðila bæði á vegum hins opinbera og einkageirans, til að hægt sé að láta slíkt verkefni ganga upp. Þjóðin, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að bera fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru og geta staðið við þær í samræmi við það einkenni og þau skilaboð sem vörumerki landsins á að standa fyrir.“ Svo segir í skýrslu um ímynd Íslands sem forsætisráðuneytið gaf út með nokkurri viðhöfn í mars á þessu ári. Tilvitnunin er ekki einsdæmi og val hennar er ekki útúrsnúningur: tilgangurinn með gerð skýrslunnar er að „þjóðin, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar“ stilli saman strengi sína í sköpun ímyndar landsins, bæði „innri ímyndar“ og hefðbundinnar „ytri ímyndar“. Meðal aðferða sem eru taldar upp í skýrslunni er þessi: „Ein leið væri að byggja upp sögur af árangri íslenskra fyrirtækja og einstaklinga á öllum sviðum athafnalífsins, menningar, lista og viðskipta. Hér þarf að nýta ljóðskáld, rithöfunda, ljósmyndara og hljóðmenn til þess að koma sögunum á sannfærandi hátt til skila.“ Þetta plagg er illt. Mér dettur ekki í hug neitt betra orð. Æðstu stjórnvöld í landi funda með fjármagnseigendum til að skipuleggja sjálfsmynd samfélags og velja sögurnar sem skulu heyrast af því – það er, ráðstafa merkingu lífs okkar og samfélags, í þágu útflutningsgreina. Það er illt. Ég ætlaði að segja þær góðu fréttir á móti að skýrslan væri blessunarlega léleg, að þrátt fyrir tiltrú ráðherra myndi líklega misheppnast að móta stefnu eftir henni. Þá var ég að hugsa um kauðslegar setningar eins og þessa: „Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar“. En skýrslan, eða andi hennar, er alls ekki nógu léleg heldur virðist hún þegar hafa áhrif á ákvarðanir innan stjórnkerfisins. Þegar lögregla meinaði ljósmyndurum aðgang að nýskotnum ísbirni fyrr í sumar var til dæmis vísað til hagsmuna sem fólgnir væru í ímynd landsins. Forsíðugrein nýjasta heftis tímaritsins Reykjavík Grapevine fjallar um þessa skýrslu. Þrátt fyrir að finna einhverja annmarka á skýrslunni, þá er höfundur greinarinnar að mestu leyti ánægður með vel unnið starf og telur að það muni skila árangri. Höfundurinn, Bergur Ebbi Benediktsson, er verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði. Annar af tveimur starfsmönnum nefndarinnar á bak við ímyndarskýrsluna er líka verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði. Það meikar sens. Útflutningsráð er nefnt 27 sinnum í skýrslunni, og meðal annars útskýrt að meginhlutverk þess sé að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að koma sínu í verð erlendis. Þá rekur Útflutningsráð Fjárfestingarstofu til að „draga að hugsanlega fjárfesta til landsins og fer þar öflugt kynningarstarf fram“. Útflutningsráð rekur kvikmyndaumboðsskrifstofuna Film in Iceland og veitir „Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar skrifstofuaðstöðu og umsjón með bókhaldi“. Í skýrslunni er lagt til að Útflutningsráð samhæfi „kynningar til viðeigandi markhópa“ og „leggi til starfsmenn og/eða fjármuni til vettvangsins“ Promote Iceland sem er ætlað að koma „alþjóðlegri kynningu á Íslandi í skýran og samstilltan farveg“. Hagsmunir á markaði felast ekki síst í peppi, því að tala verðmæti hluta upp. Forsíðuefni Reykjavík Grapevine er svikið. Þegar að er gáð reynist það alls ekki vera blaðagrein, heldur bara pepp. Bara drasl. „Nefndin leggur til að kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur, frelsi og friður. Þetta eru lykilorð sem farsælt er að byggja á jákvæða og sanna ímynd af landi og þjóð.“ Svo mælti skýrslan. Íslensk tunga lifir í máli þjóðarinnar, sagði hún líka og hló. Að sögn verkefnisstjórans dugmikla er íslensk tunga líka lykillinn að heimspekiarfleifð Norður-Evrópu. Hér eru allir að vinna vinnuna sína. Orðin flæða gegnum þetta fólk viðnámslaust. Að orðin flæði viðnámslaust er ekki blaðamennska. Það er bara vitleysa. Að starfsmaður Útflutningsráðs skrifi pepp fyrir vinnuveitanda sinn og láti sem það sé blaðagrein, það er tímanna tákn. Blaðamennska snýst hins vegar um að veita tímanna táknum viðnám. Hvernig dirfist ritstjórn Reykjavík Grapevine, sem einu sinni gaf út merkilegt blað, að taka þessu freyðivíni sem forsíðuefni? Höfundur er heimspekingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun