Skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi 13. júní 2008 12:34 Karlmaður fékk í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að ganga í skrokk á sambýliskonu sinni á heimili þeirra. Samkvæmt ákæru mun maðurinn hafa ráðist á konuna þar sem hún var sofandi í rúmi þeirra og kýlt hana ítrekað. Svo reif hann hana fram úr rúminu og hrinti á fatahengi og sparkaði í hana liggjandi í hörðum kuldaskóm. Konan komst inn í stofu þar sem barsmíðarnar héldu áfram og barði hann hana í andlitið, þannig að hún fékk miklar blóðnasir. Hann elti hana svo inn á bað þar sem hún hugðist stöðva blóðrennslið og hélt áfram að berja hana. Barsmíðarnar héldu svo áfram inni í herbergi dóttur konunnar og linnti árásinni ekki fyrr en hún komst aftur inn í svefnherbergi þeirra og náði að læsa að sér. Í atganginum hlaut konan áverka fyrir ofan auga, eymsli á hnakka, nefi, rófubeini, hnéskel og vinstra kinnbeini ásamt því að merjast á nokkrum stöðum á líkamanum. Dómurinn komst að því að lýsing í ákæru á atlögu mannsins væri trúverðug og var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru. Hins vegar segir dómurinn að árásin hafi ekki valdið verulegum líkamlegum afleiðingum en sé metin miklu grófari en ella vegna tengsla hans og konunnar. Var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi talið hæfileg refsing vegna þess og þess að maðurinn hefði gert sér far um að bæta ráð sitt með því að fara í áfengismeðferð og halda bindindi. Auk þessa var maðurinn dæmdur til að greiða konunni rúmar 600 þúsund krónur í bætur fyrir árásina. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Karlmaður fékk í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að ganga í skrokk á sambýliskonu sinni á heimili þeirra. Samkvæmt ákæru mun maðurinn hafa ráðist á konuna þar sem hún var sofandi í rúmi þeirra og kýlt hana ítrekað. Svo reif hann hana fram úr rúminu og hrinti á fatahengi og sparkaði í hana liggjandi í hörðum kuldaskóm. Konan komst inn í stofu þar sem barsmíðarnar héldu áfram og barði hann hana í andlitið, þannig að hún fékk miklar blóðnasir. Hann elti hana svo inn á bað þar sem hún hugðist stöðva blóðrennslið og hélt áfram að berja hana. Barsmíðarnar héldu svo áfram inni í herbergi dóttur konunnar og linnti árásinni ekki fyrr en hún komst aftur inn í svefnherbergi þeirra og náði að læsa að sér. Í atganginum hlaut konan áverka fyrir ofan auga, eymsli á hnakka, nefi, rófubeini, hnéskel og vinstra kinnbeini ásamt því að merjast á nokkrum stöðum á líkamanum. Dómurinn komst að því að lýsing í ákæru á atlögu mannsins væri trúverðug og var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru. Hins vegar segir dómurinn að árásin hafi ekki valdið verulegum líkamlegum afleiðingum en sé metin miklu grófari en ella vegna tengsla hans og konunnar. Var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi talið hæfileg refsing vegna þess og þess að maðurinn hefði gert sér far um að bæta ráð sitt með því að fara í áfengismeðferð og halda bindindi. Auk þessa var maðurinn dæmdur til að greiða konunni rúmar 600 þúsund krónur í bætur fyrir árásina.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira