Innlent

Rýmum fyrir aldraða fækkaði á milli ára

Rýmum á dvalar- eða hjúkrunarheimilum fyrir aldraða fækkaði um 50 á milli áranna 2006 og 2007. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 75 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 25.

Fram kemur í frétt Hagstofunnar að alls hafi dvalar- og hjúkrunarrýmin verið 3.360 við lok síðasta árs, þar af voru hjúkrunarrými um tveir þriðju þeirra. Árið 2007 voru tæp 53 prósent vistrýma á höfuðborgarsvæðinu en rúm 47 prósent annars staðar.

Alls bjuggu ríflega 3.230 aldraðir á stofnunum í desember í fyrra og þar af voru konur nær tveir þriðju vistmanna. Tæp 10 prósent 67 ára og eldri bjuggu í slíkum vistrýmum í desember í fyrra, þarf af um fjórðungur fólks yfir áttræðu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×