Innlent

Skartgripasölumennirnir héldu leiðar sinnar í morgun

Myndin tengist ekki fréttinni.
Myndin tengist ekki fréttinni.
Rúmenarnir sem lögreglan á Selfossi handtók í gær fyrir ólöglega skartgripasölu hafa verið látin laus. Fólkið var handtekið í gær eftir að kvartað hafði verið yfir því að þau væru að selja verðlaust glingur sem fínasta skart. Að sögn lögreglunnar var fólkið vistað í fangageymslum lögreglunnar í nótt en þeim sleppt í morgun eftir að mál þeirra höfðu verið gerð upp.

Fólkið mun hafa greitt fórnarlömbum sínum skaðabætur auk þess sem þau greiddu sekt fyrir ólöglega sölustarfssemi. Að því loknu héldu þau leiðar sinnar austur á land en þau eru á leið úr landi með Norrænu. Um var að ræða fjóra karlmenn, tvær konur og tvö börn. Fulltrúi barnaverndarnefndar var kallaður á lögreglustöðina til þess að hafa umsjón með börnunum á meðan á varðhaldinu stóð.

Að sögn lögreglu var hluti skartgripanna sem fólkið hafði meðferðis gerður upptækur þar sem gripinir höfðu ekki verið tollafgreiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×