Innlent

Austurvöllur er heitur reitur

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri opnaði í dag fyrir frítt netsamband á Austurvelli. Með þessu vill borgin koma til móts við þá sem sitja með fartölvu á góðviðrisdögum á Austurvelli og telja sig þurfa vera á netinu á sama tíma.

Um er að ræða háhraða, þráðlausa nettengingu og er Austurvöllur því orðin svo kallaður heitur reitur í öðrum skilningi en pólitískum. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á þessa þjónustu fram eftir hausti í samvinnu við Vodafone.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×