Innlent

Vilja að atkvæðisrétturinn verði tekinn af Íslandi

Viðar Guðjohnsen er formaður Ungra frjálslyndra
Viðar Guðjohnsen er formaður Ungra frjálslyndra

Ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins vilja að Ísland verði svipt atkvæðisrétti sínum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Ungir frjálslyndir lýsa yfir fullum stuðningi við Ásmund Jóhannsson sjómann sem Landhelgisgæslan hafði afskipti af í gær þar sem hann var að ólöglegum veiðum við Reykjaneshrygg á kvótalausum bát.

Ályktun UF

,,Ungir frjálslyndir lýsa yfir fullum stuðningi við Ásmund Jóhannsson, sjómann, sem nýverið hóf að nýta sér þau almennu mannréttindi sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að hundsa og brjóta í þágu örfárra fjármagnsafla.

Í málefnahandbók Frjálslynda flokksins segir að þau lönd sem eru meðlimir í Sameinuðu Þjóðunum eigi að uppfylla skyldur sínar gagnvart samtökunum og beri að svipta þau atkvæðisrétti sínum innan samtakanna geri þau það ekki.

Þar sem íslenska ríkið hefur ákveðið að uppfylla ekki þau tilmæli mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur ekki mannréttindi, ályktar stjórn Ungra frjálslynda að samkvæmt því ætti að svipta íslenska ríkið atkvæðisrétti sínum innan Sameinuðu þjóðanna."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×