Innlent

Segir krepputal ekki hafa áhrif á andstöðu við stóriðju

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

"Þetta sýnir og staðfestir að það er skýr meirihlutavilji fyrir því að ekki verði gengið lengra í stóriðjuvæðingu á íslensku efnahags- og atvinnulífi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna en flokkurinn lét framkvæma könnun á viðhorfi landsmanna til stóriðjuframkvæmda í Helguvík.

Þar kom fram að 41,6% svarenda eru andvígir framkvæmdinni, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir.

Steingrímur segir að þessar niðurstöður sýni að andstæðan við stóriðju hafi ekki dvínað í samræmi við aukið krepputal í samfélaginu.

"Þjóðin er með það á hreinu að leiðin út úr heimatilbúnum efnahagsvanda er ekki meiri stóriðja," segir hann.




Tengdar fréttir

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×