Innlent

Framlög til einkarekinna leikskóla aukin

Í leikskóla er gaman, það leika allir saman. Mynd/ Stefán.
Í leikskóla er gaman, það leika allir saman. Mynd/ Stefán.

Borgarráð hefur samþykkt að veita einkareknum leikskólum samtals 72,7 milljónir króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í lok síðasta árs og á þessu ári. Kostnaðarauki nam 12,7 milljónir króna á tímabilinu október til desember í fyrra. Hann er áætlaður 60 milljónir króna á þessu ári.

Tillaga Leikskólasviðs til borgarráðs byggist, meðal annars á hækkun starfsmannakostnaðar vegna greiðslu til starfsmanna sem vinna með börnum í matartímum (neysluhléi) og hækkun á öðrum starfsmannakostnaði vegna sérstakra aðgerða í starfsmannamálum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem borgarráð sendi frá sér í dag.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×