Innlent

Framhaldssagan um álftaparið

Sést hefur til álftarpars með fjóra unga á Rauðavatni og gæti það verið álftaparið sem hvarf af Árbæjarlóninu.

Undanfarna daga hefur fréttastofa Stöðvar 2 reynt að komast að afdrifum álftafjölskyldu, pari með fjóra ófleyga unga, sem ekki hefur sést til frá því á föstudag í þar síðustu viku.

Í gær fréttastofan frá nágrönnum við lónið sem sáu fyrsta föstudaginn í júlí karlmann sigla niður Elliðaárnar í návígi við álftirnar en þær hafa ekki sést þar síðan.

Fréttastofunni bárust gærkvöldi og í dag ábendingar um að sést hefði til álftapars á Rauðavatni með fjóra unga. Þá sáu íbúar í Norðlingaholfti álftapar með fjóra unga arka þar um hverfið helgina eftir að álftirnar hurfu af Árbæjarlóninu.

Þeir tóku svo eftir því degi síðar að álftirnar voru komnar yfir Suðurlandsveginn og að Rauðavatni. Þegar fréttastofa Stöðvar 2 gerði sér ferð upp að Rauðavatni í dag var þar engar álftir að sjá, aðeins aðrar fuglategundir, og því er gátan um afdrif fjölskyldunnar enn óleyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×