Hvar eruð þið, sjómenn og sjómannskonur? Urður Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2008 00:01 Mér er það sífellt undrunarefni hvernig Alþingi gat á sínum tíma ákveðið að afhenda útgerðum kvótann sem safnast hafði á hendur þeirra. Með því að binda hann ekki með nokkrum hætti við byggðarlög er ástandið eins og það er. Sjávarþorp landsins eru að leggjast í eyði. Því er ekki flaggað hverjir öfluðu kvótans til þessara fyrirtækja. Það voru sjómenn sem með dugnaði og ósérhlífni sóttu sjóinn og lögðu útgerðunum kvótann til. Mér sem ekkja eftir dugandi sjómann er alveg ljóst að þótt fyrirtæki hafi átt skip og útgerð hefði ekki orðið til kvóti nema að um borð í skipunum væru dugmiklir sjómenn. Engin útgerð hefði haft skipstjóra á skipi sínu sem ekki hefði komið með afla að landi, og enginn skipstjóri aflað nema með góðri skipshöfn. Það er ekki svo ýkja langt síðan að sjósókn sem lýst er í bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, var stunduð á Íslandi. Ósvörin við Bolungarvík er lýsandi minnismerki um þann tíma og líka til að minna okkur á hvað þurfti til að koma okkur upp úr þeirri eymd sem þjóðin var í. Með dugnaði sjómanna varð til afurð sem hægt var að selja úr landi. Hvað ætli margir sjómenn hafi farist við störf sín á síðustu öld? Sem betur fer er ekki her á Íslandi en sjómennskan var í raun eins og herþjónusta. Það var ekki um margt að ræða á atvinnumarkaðinum og því síður í menntamálum svo þá var bara að fara á sjóinn. Í þau 45 ár sem ég hef fylgst með störfum sjómanna hafa þeir tvisvar sinnum staðið saman og siglt til hafnar. Í fyrra skiptið var það útaf síldarverði 1967 og 1975 út af olíuverði sem átti að taka af óskiptum hlut sem þýddi launaskerðingu. Hvað er að ykkur, sjómenn? Hvers vegna standið þið ekki saman og berjist fyrir rétti ykkar? Þið megið ekki skilja þrjá eða fjóra sjómenn eftir í baráttunni fyrir rétti ykkar allra. Þetta er réttur sem allar hetjur hafsins sem horfnar eru börðust fyrir og þið eruð búnir að láta ræna af ykkur. Hvar eruð þið, sjómannskonur og verkakonur þessa lands? Látið í ykkur heyra áður en menn ykkar verða allir komnir inn í álverksmiðjur, olíuhreinsistöðvar eða í biðröð eftir atvinnuleysisbótum. Það er ekki pláss fyrir alla á ríkisjötunni til að hækka launin sín. Það er bara fyrir fáa útvalda. Bubba Morthens tókst að koma þjóðinni í skilning um að sjómannslífið snerist ekki um ástir og ævintýr. Það snýst um að komast af, að geta lifað af atvinnu sinni. En þið, sjómenn, þurfið að berjast fyrir því, annars verðið þið sem stétt ekki til eftir nokkur ár. Höfundur er sjómannsekkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mér er það sífellt undrunarefni hvernig Alþingi gat á sínum tíma ákveðið að afhenda útgerðum kvótann sem safnast hafði á hendur þeirra. Með því að binda hann ekki með nokkrum hætti við byggðarlög er ástandið eins og það er. Sjávarþorp landsins eru að leggjast í eyði. Því er ekki flaggað hverjir öfluðu kvótans til þessara fyrirtækja. Það voru sjómenn sem með dugnaði og ósérhlífni sóttu sjóinn og lögðu útgerðunum kvótann til. Mér sem ekkja eftir dugandi sjómann er alveg ljóst að þótt fyrirtæki hafi átt skip og útgerð hefði ekki orðið til kvóti nema að um borð í skipunum væru dugmiklir sjómenn. Engin útgerð hefði haft skipstjóra á skipi sínu sem ekki hefði komið með afla að landi, og enginn skipstjóri aflað nema með góðri skipshöfn. Það er ekki svo ýkja langt síðan að sjósókn sem lýst er í bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, var stunduð á Íslandi. Ósvörin við Bolungarvík er lýsandi minnismerki um þann tíma og líka til að minna okkur á hvað þurfti til að koma okkur upp úr þeirri eymd sem þjóðin var í. Með dugnaði sjómanna varð til afurð sem hægt var að selja úr landi. Hvað ætli margir sjómenn hafi farist við störf sín á síðustu öld? Sem betur fer er ekki her á Íslandi en sjómennskan var í raun eins og herþjónusta. Það var ekki um margt að ræða á atvinnumarkaðinum og því síður í menntamálum svo þá var bara að fara á sjóinn. Í þau 45 ár sem ég hef fylgst með störfum sjómanna hafa þeir tvisvar sinnum staðið saman og siglt til hafnar. Í fyrra skiptið var það útaf síldarverði 1967 og 1975 út af olíuverði sem átti að taka af óskiptum hlut sem þýddi launaskerðingu. Hvað er að ykkur, sjómenn? Hvers vegna standið þið ekki saman og berjist fyrir rétti ykkar? Þið megið ekki skilja þrjá eða fjóra sjómenn eftir í baráttunni fyrir rétti ykkar allra. Þetta er réttur sem allar hetjur hafsins sem horfnar eru börðust fyrir og þið eruð búnir að láta ræna af ykkur. Hvar eruð þið, sjómannskonur og verkakonur þessa lands? Látið í ykkur heyra áður en menn ykkar verða allir komnir inn í álverksmiðjur, olíuhreinsistöðvar eða í biðröð eftir atvinnuleysisbótum. Það er ekki pláss fyrir alla á ríkisjötunni til að hækka launin sín. Það er bara fyrir fáa útvalda. Bubba Morthens tókst að koma þjóðinni í skilning um að sjómannslífið snerist ekki um ástir og ævintýr. Það snýst um að komast af, að geta lifað af atvinnu sinni. En þið, sjómenn, þurfið að berjast fyrir því, annars verðið þið sem stétt ekki til eftir nokkur ár. Höfundur er sjómannsekkja.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun