Hvar eruð þið, sjómenn og sjómannskonur? Urður Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2008 00:01 Mér er það sífellt undrunarefni hvernig Alþingi gat á sínum tíma ákveðið að afhenda útgerðum kvótann sem safnast hafði á hendur þeirra. Með því að binda hann ekki með nokkrum hætti við byggðarlög er ástandið eins og það er. Sjávarþorp landsins eru að leggjast í eyði. Því er ekki flaggað hverjir öfluðu kvótans til þessara fyrirtækja. Það voru sjómenn sem með dugnaði og ósérhlífni sóttu sjóinn og lögðu útgerðunum kvótann til. Mér sem ekkja eftir dugandi sjómann er alveg ljóst að þótt fyrirtæki hafi átt skip og útgerð hefði ekki orðið til kvóti nema að um borð í skipunum væru dugmiklir sjómenn. Engin útgerð hefði haft skipstjóra á skipi sínu sem ekki hefði komið með afla að landi, og enginn skipstjóri aflað nema með góðri skipshöfn. Það er ekki svo ýkja langt síðan að sjósókn sem lýst er í bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, var stunduð á Íslandi. Ósvörin við Bolungarvík er lýsandi minnismerki um þann tíma og líka til að minna okkur á hvað þurfti til að koma okkur upp úr þeirri eymd sem þjóðin var í. Með dugnaði sjómanna varð til afurð sem hægt var að selja úr landi. Hvað ætli margir sjómenn hafi farist við störf sín á síðustu öld? Sem betur fer er ekki her á Íslandi en sjómennskan var í raun eins og herþjónusta. Það var ekki um margt að ræða á atvinnumarkaðinum og því síður í menntamálum svo þá var bara að fara á sjóinn. Í þau 45 ár sem ég hef fylgst með störfum sjómanna hafa þeir tvisvar sinnum staðið saman og siglt til hafnar. Í fyrra skiptið var það útaf síldarverði 1967 og 1975 út af olíuverði sem átti að taka af óskiptum hlut sem þýddi launaskerðingu. Hvað er að ykkur, sjómenn? Hvers vegna standið þið ekki saman og berjist fyrir rétti ykkar? Þið megið ekki skilja þrjá eða fjóra sjómenn eftir í baráttunni fyrir rétti ykkar allra. Þetta er réttur sem allar hetjur hafsins sem horfnar eru börðust fyrir og þið eruð búnir að láta ræna af ykkur. Hvar eruð þið, sjómannskonur og verkakonur þessa lands? Látið í ykkur heyra áður en menn ykkar verða allir komnir inn í álverksmiðjur, olíuhreinsistöðvar eða í biðröð eftir atvinnuleysisbótum. Það er ekki pláss fyrir alla á ríkisjötunni til að hækka launin sín. Það er bara fyrir fáa útvalda. Bubba Morthens tókst að koma þjóðinni í skilning um að sjómannslífið snerist ekki um ástir og ævintýr. Það snýst um að komast af, að geta lifað af atvinnu sinni. En þið, sjómenn, þurfið að berjast fyrir því, annars verðið þið sem stétt ekki til eftir nokkur ár. Höfundur er sjómannsekkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er það sífellt undrunarefni hvernig Alþingi gat á sínum tíma ákveðið að afhenda útgerðum kvótann sem safnast hafði á hendur þeirra. Með því að binda hann ekki með nokkrum hætti við byggðarlög er ástandið eins og það er. Sjávarþorp landsins eru að leggjast í eyði. Því er ekki flaggað hverjir öfluðu kvótans til þessara fyrirtækja. Það voru sjómenn sem með dugnaði og ósérhlífni sóttu sjóinn og lögðu útgerðunum kvótann til. Mér sem ekkja eftir dugandi sjómann er alveg ljóst að þótt fyrirtæki hafi átt skip og útgerð hefði ekki orðið til kvóti nema að um borð í skipunum væru dugmiklir sjómenn. Engin útgerð hefði haft skipstjóra á skipi sínu sem ekki hefði komið með afla að landi, og enginn skipstjóri aflað nema með góðri skipshöfn. Það er ekki svo ýkja langt síðan að sjósókn sem lýst er í bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, var stunduð á Íslandi. Ósvörin við Bolungarvík er lýsandi minnismerki um þann tíma og líka til að minna okkur á hvað þurfti til að koma okkur upp úr þeirri eymd sem þjóðin var í. Með dugnaði sjómanna varð til afurð sem hægt var að selja úr landi. Hvað ætli margir sjómenn hafi farist við störf sín á síðustu öld? Sem betur fer er ekki her á Íslandi en sjómennskan var í raun eins og herþjónusta. Það var ekki um margt að ræða á atvinnumarkaðinum og því síður í menntamálum svo þá var bara að fara á sjóinn. Í þau 45 ár sem ég hef fylgst með störfum sjómanna hafa þeir tvisvar sinnum staðið saman og siglt til hafnar. Í fyrra skiptið var það útaf síldarverði 1967 og 1975 út af olíuverði sem átti að taka af óskiptum hlut sem þýddi launaskerðingu. Hvað er að ykkur, sjómenn? Hvers vegna standið þið ekki saman og berjist fyrir rétti ykkar? Þið megið ekki skilja þrjá eða fjóra sjómenn eftir í baráttunni fyrir rétti ykkar allra. Þetta er réttur sem allar hetjur hafsins sem horfnar eru börðust fyrir og þið eruð búnir að láta ræna af ykkur. Hvar eruð þið, sjómannskonur og verkakonur þessa lands? Látið í ykkur heyra áður en menn ykkar verða allir komnir inn í álverksmiðjur, olíuhreinsistöðvar eða í biðröð eftir atvinnuleysisbótum. Það er ekki pláss fyrir alla á ríkisjötunni til að hækka launin sín. Það er bara fyrir fáa útvalda. Bubba Morthens tókst að koma þjóðinni í skilning um að sjómannslífið snerist ekki um ástir og ævintýr. Það snýst um að komast af, að geta lifað af atvinnu sinni. En þið, sjómenn, þurfið að berjast fyrir því, annars verðið þið sem stétt ekki til eftir nokkur ár. Höfundur er sjómannsekkja.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun