Innlent

Eldur í eldhúsi á Hagamel

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð við Hagamel í vesturhluta Reykjavíkur fyrr í kvöld. Eldur hafði kveiknað í matarpotti á eldavél sem orsakaði ljósan reyk.

Reykkafarar voru sendir inn í íbúðina sem reyndist mannlaus. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði eru ekki sjáanlegar skemmdir í íbúðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×