Innlent

Eggvopni beitt í alvarlegri árás á Þorlákshöfn

Eggvopni var beitt í líkamsárás í Þorlákshöfn í nótt. Árásin var að sögn lögreglu mjög alvarleg og virðist sem litlu hafi mátt muna að bani hafi hlotist af atlögunni. Hópur fólks er í haldi lögreglunnar á Selfossi í tengslum við málið.

Fórnarlambið sem er á tvítugsaldri og af erlendum uppruna er með áverka á hálsi og höndum. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. Búið er að útskrifa manninn.

Árásin átti sér stað í heimahúsi í Þorlákshöfn og var hún yfirstaðin þegar lögreglan kom á staðinn.

Hópur fólks af erlendum uppruna er í haldi lögreglu vegna málsins. Fólkið er líkt og fórnarlambið á tvítugsaldri. Lögreglan vildi ekki gefa upp fjölda þeirra. Tungumálaörðugleikar torvelda rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×