Innlent

Mótorhjólaslys í Naustagili á Húsavík

Húsavík.
Húsavík. MYND/KK

Mótorhjólaslys varð í Naustagili á Húsavík um hádegisbil í dag. Tveir voru á hjólinu og segir lögregla að svo virðist vera sem ökumaðurinn hafi misst hjólið á hliðina. Ökumaður og farþegi slösuðust eitthvað en óljóst er um alvarleika meiðslanna. Þeir munu þó ekki vera í lífshættu að sögn lögreglu. Þeir voru fluttir til skoðunnar á heilbrigðisstofnun bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×