Innlent

Framsókn kynnir hugmyndir í gjaldmiðlamálum

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn kynnir eftir helgi hugmyndir í gjaldmiðlamálum sem taka mið af núverandi stöðu. Kostir og gallar ólíkra leiða og valkosta eru metnir í skýrslu gjaldmiðlanefndar flokksins sem kynnt verður á opnum fundi á þriðjudaginn. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi Alþingismaður, veitti nefndinni forystu.

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur og forstöðumaður í Greiningardeild Landsbanka Íslands, munu flytja erindi þar sem viðhorf þeirra til stöðunnar í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar verða reifuð.

Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon í Bankastræti og hefst klukkan tólf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×