Lífið

Brangelina græðir feitt á barnabótum

Þau Angelina Jolie og Brad Pitt eru eiga rétt á rúmum 200 þúsund krónum í barnabætur á mánuði.

Þegar Brad skráði lögheimili þeirra skötuhjúanna í smábænum Brignoles í Suður-Frakklands ráðlögðu bæjarstarfsmenn honum að sækja um barnabætur. Þær nema rúmum 40 þúsund krónum fyrir hvert eldri börnin þeirra, Maddox, Pax og Zahöru. Þá getur parið sótt um styrk upp á 80 þúsund krónur til að borga barnapíu fyrir að líta eftir Shiloh dóttur þeirra og nýfæddu tvíburunum Knox og Vivienne.

,,Við gerum engan greinarmun á ríkum og fátækum. Allar barnafjölskyldur í bænum eiga rétt á barnabótum," er haft eftir talsmanni bæjaryfirvalda. Ólíklegt þykir þó að parið þiggi bæturnar, en þau eiga fyrir salti í grautinn og rúmlega það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.