Innlent

Varað við fjársvikara

Lögreglan varar hótel- og gisihúsaeigendur við fjársvikara en undanfarna daga hefur borið nokkuð á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem uppgefin eru erlend kortanúmer til greiðslu.

Síðar er hætt við bókun og viðkomandi seljandi þjónustu beðinn að endurgreiða færslurnar beint með peningasendingu erlendis. Í öllum tilfellum er þetta aðili sem kynnir sig sem Kazim Abdul.

Lögreglan vill benda hótel- og gistihúsaeigendum og starfsfólki þeirra á að verða ekki við slíkum beiðnum ef hinn minnsti vafi leikur á að um lögmæt viðskipti geti verið að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×