Lífið

Kóngurinn með tónleika í Köben

Bubbi Morthens verður með tónleika í Kaupmannahöfn.
Bubbi Morthens verður með tónleika í Kaupmannahöfn.
Bubbi Morthens ætlar að hafa tónleika í hinum eina sanna Falconer Salen í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir verða þann 18. Október næstkomandi og Bubbi segist eiga von á frábærri skemmtun.

„Ég vona svo sannarlega að Íslendingar í Skandinavíu fjölmenni á tónleikana. Þetta verða flottir tónleikar og ógeðslega gaman," segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann bendir jafnframt á að Iceland Express verði með tilboðsferðir frá Íslandi.

Bubbi segir að Falconer Salen sé fornfrægur staður í Danmörku þar sem allar helstu stjörnur veraldar hafi spilað í gegnum tíðina. Bubbi segist sjálfur oft hafa spilað í Danmörku og Danir þekki sig væntanlega frá gamalli tíð. Hins vegar hafi plöturnar hans aldrei verið gefnar þar út.

Bubbi segir að sig hlakki mjög til tónleikanna í Falconer Salen og segist vonast til þess að Björn Jörundur Friðbjörnsson verði til í að troða upp með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.