Lífið

Sirkús opnar að nýju - Nú í London

Skemmistaðurinn Sirkús stóð við Klapparstíg í Reykjavík.
Skemmistaðurinn Sirkús stóð við Klapparstíg í Reykjavík.

Skemmtistaðurinn Sirkús sem stóð við Klapparstíg og var lokað fyrr á árinu verður opnaður á nýjan leik. Nú í London en þó einungis tímabundið.

Iceland Express styrkir listagalleríið Kling og Bang að koma staðnum upp í tengslum við árlega listahátíð sem fer fram um miðjan október í Regent Park í London.

Fjölmargir voru mótfallnir lokun Sirkús en til stendur að rífa húsið sem áður hýsti skemmistaðinn. Í lok janúar fór tónlistarhátíðn Látíð í bæ haldinn á Sirkus þar sem niðurrifi gamla miðbæjarins var mótmælt. Ríflega 70 hljómsveitir tróðu upp og hátt í 2000 manns rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem var að lokum afhendur þáverandi borgarstjóra, Ólafi F. Magnússyni.

Myndband við lagið Triumph of a Heart með Björk var tekið að hluta upp á Sirkús. Hægt er að horfa á myndabandið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.