Innlent

Fingralangur fjármálastjóri komst ekki í fé skáta

Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi, segir að Alfreð Atlason, fyrrverandi fjármálastjóri Garðarbæjar sem hefur verið uppvís að draga sér 9,2 milljónir, hafi ekki prófkúru hjá Bandalagi íslenskra skáta þar sem hann er gjaldkeri.

,,Við höfum ekki minnstu ástæðu til að ætla að hann hafi gert eitthvað þessu líkt hjá okkur," segir Margrét og bætir við að samstarfið hafi gengið hnökralaust fyrir sig.

Aðspurð um framtíð Alfreðs innan skátahreyfingarinnar sagði Margrét að málið væri ný komið upp og ómögulegt að segja til hver niðurstaðan yrði.










Tengdar fréttir

Fjármálastjóri Garðabæjar dró sér níu milljónir

Fjármálastjóri Garðabæjar hefur látið af störfum eftir að í ljós kom að hann hefði dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkurra mánaða tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjóra Garðabæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×