Innlent

Tafir vegna framkvæmda milli Hveragerðis og Selfoss í dag

Búast má við einhverjum töfum á umferð í dag milli Hveragerðis og

Selfoss vegna malbikunarframkvæmda. Einnig verður farið í að fræsa

Eyrarbakkaveg og verða einhverjar smávægilegar umferðartafir vegna þess.

Að auki verða tafir á umferð á Þingvallavegi frá

þjónustumiðstöð að Vinaskógi vegna framkvæmda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×