Innlent

Minkur sloppinn úr Húsdýragarðinum

Minkur sem sem verið hefur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum slapp út úr búri sínu í síðustu viku. Ekki hefur enn tekist að ná læðunni þrátt fyrir að settar hafa verið upp gildrur víða um garðinn. Talið er að minkurinn hafi náð að komast úr búri sínu yfir í refabúr sem er þar við hliðin á og þaðan út. Minkurinn var sá eini í garðinum.

Sigrún Thorlacíus, aðstoðarforstöðumaður garðsins, sagði ekki ástæðu til að vara fólk við. Nokkuð sé af minkum í Reykjavík svo sem í Elliðaárdalnum. Ekki stafi hætta af minkum sem slapp og eiga starfsmenn garðsins von á að hann skili sér aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×