Innlent

Innbrot spölkorn frá lögreglustöðinni

Maður braust inn í kjallara fjölbýlishúss miðsvæðis í borginni í nótt, en íbúi í húsinu varð hans var og náði að yfirbuga hann og halda honum uns lögregla kom á staðin og handtók innbortsþjófinn.

Reyndar var ekki langt fyrir lögregluna að fara því þetta var rétt hjá lögreglustöðinni. Maðurinn er vistaður í fangageymslum, þar sem hann er hagvanur, eins og það er orðað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×