Erlent

Pólitísk framtíð Hillary Clinton ræðst í dag

Pólitísk framtíð Hillary Clinton ræðst í dag í forkosningnum í Pennsylvaníu.

Hillary dugir ekkert minna en góður sigur ef hún á að eiga möguleika á að halda baráttu sinni gegn Barak Obama áfram. Það hallar á Hillary því skoðanakannanir sýna að stöðugt dregur saman með þeim tveimur. Er forskot Hillary komið niður fyrir 5% í sumum könnunum.

Það hallar einnig á Hillary í fjáröflun fyrir baráttu sína því Obama safnaði fjórfalt meira fé en hún í síðasta mánuði. Námu framlögin til Obama rúmum 40 milljónum dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×