Innlent

Beltið hrundi af Dorrit

Talsverður mannfjöldi er saman kominn á Austurvelli til að fylgjast með því þegar Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseið að nýju. Segja má að fall sé fararheill því að þegar forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, steig út úr glæsibifreið á Austurvelli hrundi af henni belti sem hún bar við skautbúninginn.

Dorrit klæðist skautbúningi sem saumaður var árið 1938 og er því kominn til ára sinna. Forsetafrúnni er þó ekki fisjað saman því hún hló, leit í kringum sig og spurði hvort einhver gæti hjálpað sér.

Um klukkan hálffjögur hafði heiðursvörðurinn tekið sér stöðu fyrir framan dyr Alþingishússins. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðlög frá þrjú til hálffjögur en þá gengu forsetinn, forsætisráðherra og annað fyrirmenni til guðþjónustu í Dómkirkjunni. Eftir það var snúið aftur í Alþingishúsið þar sem Ólafur Ragnar sver embættiseið.

Nánar verður sagt frá athöfninni í kvöldfréttum Stöðvar 2.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×