Innlent

Þurrkar valda vatnsskorti víða á landinu

Þurrkarnir og hitinn að undanförnu eru farin að hafa þær hliðarverkanir að vatnsskortur er farinn að gera vart við sig, einkum á Suðurlandi.

Í Rangárþingi þar sumstaðar að aka vatni í beitarhólf til að brynna hrossum og kúabændur hafa sumstaðar þurft að grípa til ráðstafana til að kýrnar fái nægilegt vatn.

Þá er sumstaðar orðinn skortur á neysluvatni í íbúðarhúsum og hvetja sveitarstjórar fólk til að fara sparlega með vatn á meðan svona stendur á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×