Innlent

Sultartangastöð óstarfhæf út ágúst

Stöðvarhús Sultartangastöðvar. MYND / www.landsvirkjun.is
Stöðvarhús Sultartangastöðvar. MYND / www.landsvirkjun.is

Sultartangastöð verður óstarfhæf út ágúst og má rekja bilunina allt til alvarlegra bilana sem varð í spennum stöðvarinnar á seinasta ári. Sultartangastöð verður einungis rekin með hálfum afköstum fram undir áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Annar spennirinn komst í lag í febrúar og ætlunin var að gangasetja þann seinni í lok apríl. Aftur á móti varð varahlutur fyrir hnjaski á leið til landsins og reyndist ónothæfur. Nýr varahlutur er væntanlegur og gert er ráð fyrir að sá spennir komist í gagnið um mánaðamótin ágúst-september.

Fyrir viku sló seinni spenninum út og við skoðun undanfarna daga hefur komið í ljós að viðgerð verður ekki lokið fyrir en eftir 5 til 6 mánuði. Afgreiðslufrestur á aukahlutum af þessu tagi er afar langur.

Landsvirkjun telur ekki ekki ástæðu til að ætla að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessara bilana. Heildarkostnaður fyrirtækisins vegna bilananna verður á bilinu 150 til 200 milljónir krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×