Innlent

Harður árekstur á Suðurlandsvegi

Nokkuð harður árekstur varð á Suðurlandsvegi á móts við Biskupstungnabraut um tvö leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi rákust tveir bílar saman en í öðrum bílnum voru þrír og einn var í hinum bílnum.

Farið var með alla farþegana á heilbrigðisstofnun suðurlands á Selfossi til skoðunar en enginn alvarleg meiðsli voru á fólkinu.

Bílarnir eru hinsvegar mikið skemmdir og voru fluttir af vettvangi með kranabíl. Einhver röskun varð á umferð en veginum var ekki lokað.

Slys varð einnig fyrr í dag á kvartmílubrautinni við álverið í Hafnarfirði. Þar fór bíll útaf og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild, með minniháttar meiðsli að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×