Innlent

Verðandi borgarstjóri vill flytja héraðsdóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs og verðandi borgarstjóri í Reykjavík, segir að sér lítist ákaflega vel á hugmyndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að færa Héraðsdóm Reykjavíkur burt frá Lækjartogi.

Björn segist á heimasíðu sinni vilja að héraðsdómur Reykjavíkur fái nýtt aðsetur og hverfi frá Lækjartorgi. Hann segir að reisa þurfi nýtt hús fyrir héraðsdóm og embætti ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, auk þess sem þar yrði litið til aðstöðu fyrir millidómstig, komi það til sögunnar.

„Mér finnst hugmyndin góð. Það yrði lyftistöng fyrir Lækjartorg ef að í þessu húsi yrði starfsemi sem væri meira í takt við það sem er að gerast á þessu svæði," segir Hanna Birna. Hún segist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvaða starfsemi sé í húsinu. Aðalmálið sé að hafa starfsemi sem sem tryggi gott miðborgarlíf. Það hljóti að vera auðvelt að finna héraðsdómi góðan og viðeigandi stað.

Hanna Birna segir að þessar hugmyndir Björns sýni mikla framsýni hans í miðborgarmálum. Þær séu mjög í takt við aðrar hugmyndir sem hafi komið fram varðandi miðborgina og Kvosina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×