Innlent

Launakostnaður lækkar í verslun og viðgerðum

MYND/Sigurður Jökull

Heildarlaunakostnaður í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu lækkaði um 0,7 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Hins vegar hækkaði launakostnaðurinn um rúm þrjú prósent í samgöngum og flutningum, tæp tvö prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og tæpt prósent í iðnaði.

Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að laun hækkuðu mest í flutningum frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til sama ársfjórðungs í ár, eða um tæp tíu prósent. Hækkunin nam tæpum sex prósentum í iðnaði og byggingarstarfsemi en minnst var hækkunin á þessum tíma í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 4,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×