Innlent

Átján ára stúlka tekin á 199 km hraða á Reykjanesbraut

Átján ára stúlka á yfir höfði sér dómsmál, eftir að bíll hennar mældist á 199 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á Strandarheiði um miðnæturbil í nótt.

Það var ekki nóg að hún væri á tæplega tuttugu kílómetra hraða yfir tvöföldum hámarkshraða, heldur sprengdi hún líka sektarskalann, sem nær aðeins upp í 170 kílómetra. Sekt fyrir slíkt bort nemur 112 þúsund krónum auk sviftingar ökuleyfis í þrjá mánuði, þannig að brot stúlkunnar stefnir í dómsmál.

Hún var á leið til Keflavíkur og var með einn farþega. Þetta er einhver mesti hraði sem mælst hefur á bíl til þessa, en mótorhjól hefur mælst á rúmlega 200 km hraða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×