Innlent

Fisvél flaug á rafmagnslínu

Vélin á myndinni er ekki sú sama og flaug á rafmagnslínuna. Þessi mynd er úr safni.
Vélin á myndinni er ekki sú sama og flaug á rafmagnslínuna. Þessi mynd er úr safni.

Rétt fyrir klukkan 10:00 í morgun flaug fisvél á rafmagnslínu í Hrunamannahreppi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist flugmaður vélarinnar ekki, en hann var einn í vélinni.

Flugmaðurinn þurfti þó að nauðlenda á nærliggjandi túni. Fisvélin mun ekki hafa skemmst í óhappinu en rafmagnslínan fór í sundur og því er rafmagnslaust á svæðinu sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×