Erlent

Ókeypis skammbyssa með hverjum seldum bíl

Mas Motors býður skammbyssur með bílunum sínum. Mynd/ AFP.
Mas Motors býður skammbyssur með bílunum sínum. Mynd/ AFP.

Bílasala í Bandaríkjunum býður ókeypis skammbyssu með hverjum bíl sem er seldur. Eigandi bílasölunnar Max Motors í Butler, Missouri, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að salan hafi margfaldast síðan að þetta tilboð hófst. Kaupendur geti valið milli þess hvort þeir fái byssu eða bensínkort að verðmæti 250 bandaríkjadalir, eða 18 þúsund krónur, en hingað til hafi flestir valið byssu.

„Við erum bara hæstánægðir með það að búa í frjálsu landi þar sem maður getur átt byssu ef maður vill," segir Mark Muller eigandi bílasölunnar. Bílasalan selur bæði nýja og notaða bíla, þar á meðal General Motors og Ford smábíla og trukka.

Á síðustu þremur dögum hafa selst meira en 30 bílar og trukkar og segir eigandinn að það sé vegna nýja tilboðsins.

Muller mælir sérstaklega með Kel-Tec .380 byssu, sem er handhæg og fer vel í vasa, að hans sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×