Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. maí 2008 00:01 Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun