Innlent

Dagskrárstjórar RÚV spyrna enn við fótum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur RÚV munu ekki láta gögnin af hendi.
Stjórnendur RÚV munu ekki láta gögnin af hendi.

Ríkisútvarpið hyggst ekki láta Vísi í té ráðningasamninga dagskrárstjóra RÚV, þeirra Sigrúnar Stefánsdóttur og Þórhalls Gunnarssonar.

Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að RÚV skyldi láta gögnin af hendi. Fyrr í þessum mánuði vísaði nefndin svo frá beiðni Sigrúnar og Þórhalls um að nefndin tæki málið fyrir að nýju.

Vísir óskaði eftir upplýsingum um laun þeirra í september en þegar því var hafnað, var málinu vísað til úrskurðarnefndarinnar sem úrskurðaði að upplýsingarnar skyldu afhentar. Lögmaður Sigrúnar og Þorhalls óskaði eftir endurupptöku málsins hjá nefndinni, sem nú hefur vísað frá þeirri kröfu.

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að lögmaður þeirra Sigrúnar og Þórhalls muni óska eftir því að réttaráhrifum þeirrar niðurstöðu verði frestað. Á meðan beðið sé þess að tekin verði afstaða til þeirrar beiðni verði gögnin ekki látin af hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×