Innlent

Þrír á slysadeild eftir árekstur á Sæbraut

Tilkynnt var um harðan árekstur á Sæbraut til móts við Holtagarða klukkan 16:53 í dag. Þrír sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins voru send á staðinn auk lögreglu.

Að sögn lögreglu voru þrír sendir á slysadeild, ökumenn og farþegi. Um var að ræða tvo fólksbíl en meiðsli á fólki eru talin minniháttar. Þurfti krók til þess að draga bílana í burtu að sögn lögreglu.

Þá varð minniháttar árekstur á mótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar skömmu síðar. Sá árekstur var minnihátta en draga þurfti bíl á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×