Erlent

26 börn látin úr gin- og klaufaveiki í Kína

Gin- og klaufaveikifaraldur sem geisað hefur í Anhui héraði í Kína hefur nú dregið 26 til dauða, aðallega börn. Kínversk yfirvöld segja að tæplega tólf þúsund hafi smitast af veirunni. Veikin hefur breiðst út um landið en Anhui hérað hefur orðið langverst úti.

Þar ríkir reiði í garð yfirvalda sem sökuð eru um að reyna að breiða yfir smitið sem fyrst kom upp í síðasta mánuði. Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir þó að sökin sé ekki aðeins þeirra, heldur hafi menn ekki áttað sig á hvað um var að vera fyrr en faraldurinn hafði náð að breiðast út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×