Hlýnun fækkar bleikju í Elliðavatni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 6. maí 2008 16:18 Bleikja. MYND/Stefán Jón Hafstein Fækkun bleikju í Elliðavatni er umræðuefni Haralds R. Ingvasonar, sérfræðings á Náttúrufræðistofu Kópavogs, í fyrirlestri hans í dag á svokölluðum Kópavogsdögum. Greinir Haraldur þar frá niðurstöðum ýmissa rannsókna er tengjast vatnabúskap Elliðavatns, þ. á m. áhrifum hlýnunar vatnsins á bleikjustofninn. „Í mjög grófum dráttum verður farið þarna yfir ýmsa vatnafræðilega þætti, vatnshita og ýmislegt sem tengist honum. Það hefur nefnilega komið í ljós síðustu ár að vatnshitinn er á uppleið," útskýrði Haraldur. Hann bætti því við að mjög líklega stæði þessi hlýnun í beinu sambandi við hækkandi lofthita í heiminum. Kjörhitastig bleikju lægra en urriða „Bleikjustofninn hefur minnkað en urriðastofninn í vatninu stendur í stað. Það er því eitthvað að gerast þarna sem hefur áhrif á bleikjuna en ekki urriðann," sagði Haraldur enn fremur. Hann sagði kjörhitastig bleikju lægra en urriða sem gæti verið hluti skýringarinnar. Bleikjan æli allan sinn aldur í vatninu en urriðinn leitaði hins vegar upp í ár og læki til hrygningar. Ylli þetta því að urriðinn skilaði sér yfirleitt ekki í vatnið fyrr en eins til tveggja ára gamall og þyldi því e.t.v. hitann betur. „Bleikjan í vatninu er í tiltölulega góðu ástandi. Hún hefur fínt holdafar og virðist hafa nóg að bíta og brenna. En það er eitthvað sem er að skera stofninn niður og þetta vita menn ekki alveg hvað er. Það hefur hins vegar ekkert breyst nema hitastigið svo það liggur undir grun," útskýrði Haraldur. Hann útskýrði að hlutdeild bleikju í því sem veiddist í Elliðavatni hefði frá 1986 minnkað úr 50 - 60% niður í 10 - 20%. Fyrirlesturinn er haldinn í fundarherbergi Náttúrufræðistofunnar klukkan 17. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fækkun bleikju í Elliðavatni er umræðuefni Haralds R. Ingvasonar, sérfræðings á Náttúrufræðistofu Kópavogs, í fyrirlestri hans í dag á svokölluðum Kópavogsdögum. Greinir Haraldur þar frá niðurstöðum ýmissa rannsókna er tengjast vatnabúskap Elliðavatns, þ. á m. áhrifum hlýnunar vatnsins á bleikjustofninn. „Í mjög grófum dráttum verður farið þarna yfir ýmsa vatnafræðilega þætti, vatnshita og ýmislegt sem tengist honum. Það hefur nefnilega komið í ljós síðustu ár að vatnshitinn er á uppleið," útskýrði Haraldur. Hann bætti því við að mjög líklega stæði þessi hlýnun í beinu sambandi við hækkandi lofthita í heiminum. Kjörhitastig bleikju lægra en urriða „Bleikjustofninn hefur minnkað en urriðastofninn í vatninu stendur í stað. Það er því eitthvað að gerast þarna sem hefur áhrif á bleikjuna en ekki urriðann," sagði Haraldur enn fremur. Hann sagði kjörhitastig bleikju lægra en urriða sem gæti verið hluti skýringarinnar. Bleikjan æli allan sinn aldur í vatninu en urriðinn leitaði hins vegar upp í ár og læki til hrygningar. Ylli þetta því að urriðinn skilaði sér yfirleitt ekki í vatnið fyrr en eins til tveggja ára gamall og þyldi því e.t.v. hitann betur. „Bleikjan í vatninu er í tiltölulega góðu ástandi. Hún hefur fínt holdafar og virðist hafa nóg að bíta og brenna. En það er eitthvað sem er að skera stofninn niður og þetta vita menn ekki alveg hvað er. Það hefur hins vegar ekkert breyst nema hitastigið svo það liggur undir grun," útskýrði Haraldur. Hann útskýrði að hlutdeild bleikju í því sem veiddist í Elliðavatni hefði frá 1986 minnkað úr 50 - 60% niður í 10 - 20%. Fyrirlesturinn er haldinn í fundarherbergi Náttúrufræðistofunnar klukkan 17.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira