Innlent

Tímamót í afstöðu opinberra aðila til náttúru- og umhverfisverndar

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vg í stjórn Orkuveitunnar.
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vg í stjórn Orkuveitunnar.

Áliti Skipulagsstofnunar er fagnað þar sem tekið er undir þau sjónarmið að fyrirhuguð virkjun sé ekki ásættanleg vegna verulegra óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.

Þetta létu fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar bóka á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag.

„Álitið markar tímamót að því er varðar afstöðu opinberra aðila í þágu náttúru- og umhverfisverndar. Í því ljósi væri rétt að falla frá öllum áformum um virkjun á svæðinu þótt ánægjulegt sé að stjórnin samþykki að hætta undirbúningi virkjunar og fresta framkvæmdum.

Sterk náttúruverndarrök hníga að því að eira svæðinu til langrar framtíðar auk þess sem rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er í farvatninu þar sem þessi kostur er til skoðunar meðal annarra."


Tengdar fréttir

Skipulagsstofnun leggst gegn Bitruvirkjun

Skipulagsstofnun leggst gegn því að Bitruvirkjun á Hellisheiði verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Þá setur stofnunin skilyrði fyrir Hverahlíðarvirkjun.

Fagnar niðurstöðu um Bitruvirkjun en harma að ákvörðun sé ekki bindandi

Landvernd fagnar þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Hins vegar harma samtökin að álit stofnunarinnar sé ekki bindandi fyrir sveitarstjórnir.

Álit vegna Bitruvirkjunar kemur á óvart

Álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar á Hellisheiði kemur Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, á óvart. Eins og fram kom á Vísi í morgun leggst Skipulagsstofnun gegn því að Bitruvirkjun verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.

Varaformaður OR: Bjóst við þessari niðurstöðu

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar, um að leggjast gegn Bitruvirkjun, sé í takt við það sem hún hafi búist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×