Innlent

Meðlag verður greitt með ófeðruðum börnum

Óli Tynes skrifar

Meðlög verða greidd með með börnum einhleypra kvenna sem fara í tæknifrjóvgun, samkvæmt frumvarpi sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra leggur fram í vikunni.

Í frétt á Vísi fyrr í dag var sagt að svo yrði ekki. Þær upplýsingar voru fengnar frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. En eru semsagt rangar.

Guðlaugur Þór sagði í samtali við Vísi að það væri tryggt að ófeðruð börn muni njóta sömu réttinda og önnur. Það verður samkvæmt eftirfarandi grein;

"Með börnum einhleypra kvenna sem gangast undir tæknifrjóvgun verður greiddur barnalífeyri, sbr. 4. mgr. 20. gr. laga um almannatryggingar, enda liggur fyrir að þessi börn verða ekki feðruð, sbr. 2. tölul. 8. gr. frumvarpsins, þar sem kveðið er á um breytingar á barnalögum. Barnalífeyrir kemur í stað meðlags í þeim tilvikum þar sem engu meðlagsskyldu foreldri er til að dreifa, sbr. meðfylgjandi ákvæði 20. gr. almannatryggingalaga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×