Margrét: Ólaf vantar einhvern til að borga herkostnaðinn Magnús Már Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2008 18:33 Margrét Sverrisdóttir. Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokksins á nýjan leik gerir það þar sem hann vantar fjárhagslegan stuðning fyrir næstu kosningar, að mati Margrétar Sverrisdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa F-lista og óháðra. ,,Ólaf bráðvantar einhvern til að borga herkostnaðinn fyrir næstu kosningabaráttu ef hún verður. Þetta lyktar svolítið af tækifærimennsku og eiginhagsmunum sem mér finnst hann hafa í fyrirrúmi, blessaður," segir Margrét. Ólafur boðaði til blaðamannafundar Ráðhúsinu í morgun þar sem hann tilkynnti að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Jóni Magnússyni, þingmanni flokksins, þykir ekki mikið koma til ákvörðunarinnar. Það kemur Margréti ekki á óvart að móttökurnar séu ekkert alltof góðar enda Frjálslyndi flokkurinn sundurleitur flokkur, að hennar mati. ,,Annars þarf ekki að spyrja mig sérstaklega um hans gjörðir þar sem mér er nokk sama hvað hann er að sprikla," segir Margrét og hlær. ,,Ef hann væri að fylgja hugsjónum sínum þar sem umhverfismálin eru víst efst á baugi þá er nú Frjálslyndi flokkurinn ekki hlýjasti faðmurinn enda sveigist flokkurinn heldur sterkt til stóriðjustefnu," segir Margrét að lokum. Tengdar fréttir Alikálfi ekki slátrað þótt Ólafur gangi í flokkinn Jón Magnússon, formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, segir að innganga Ólafs F. Magnússonar í Frjálslynda flokkinn verði ekki meðhöndluð með neinum öðrum hætti en venjulega. „Af hverju ætti svo að vera? Maðurinn studdi ekki flokkinn við síðustu kosningar og hefur ekki gert það hingað til,“ útskýrir Jón. 19. ágúst 2008 16:45 Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson formann flokksins sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar verði minnkaður um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. 19. ágúst 2008 11:39 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokksins á nýjan leik gerir það þar sem hann vantar fjárhagslegan stuðning fyrir næstu kosningar, að mati Margrétar Sverrisdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa F-lista og óháðra. ,,Ólaf bráðvantar einhvern til að borga herkostnaðinn fyrir næstu kosningabaráttu ef hún verður. Þetta lyktar svolítið af tækifærimennsku og eiginhagsmunum sem mér finnst hann hafa í fyrirrúmi, blessaður," segir Margrét. Ólafur boðaði til blaðamannafundar Ráðhúsinu í morgun þar sem hann tilkynnti að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, sem styður ákvörðun Ólafs. Jóni Magnússyni, þingmanni flokksins, þykir ekki mikið koma til ákvörðunarinnar. Það kemur Margréti ekki á óvart að móttökurnar séu ekkert alltof góðar enda Frjálslyndi flokkurinn sundurleitur flokkur, að hennar mati. ,,Annars þarf ekki að spyrja mig sérstaklega um hans gjörðir þar sem mér er nokk sama hvað hann er að sprikla," segir Margrét og hlær. ,,Ef hann væri að fylgja hugsjónum sínum þar sem umhverfismálin eru víst efst á baugi þá er nú Frjálslyndi flokkurinn ekki hlýjasti faðmurinn enda sveigist flokkurinn heldur sterkt til stóriðjustefnu," segir Margrét að lokum.
Tengdar fréttir Alikálfi ekki slátrað þótt Ólafur gangi í flokkinn Jón Magnússon, formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, segir að innganga Ólafs F. Magnússonar í Frjálslynda flokkinn verði ekki meðhöndluð með neinum öðrum hætti en venjulega. „Af hverju ætti svo að vera? Maðurinn studdi ekki flokkinn við síðustu kosningar og hefur ekki gert það hingað til,“ útskýrir Jón. 19. ágúst 2008 16:45 Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson formann flokksins sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar verði minnkaður um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. 19. ágúst 2008 11:39 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Alikálfi ekki slátrað þótt Ólafur gangi í flokkinn Jón Magnússon, formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, segir að innganga Ólafs F. Magnússonar í Frjálslynda flokkinn verði ekki meðhöndluð með neinum öðrum hætti en venjulega. „Af hverju ætti svo að vera? Maðurinn studdi ekki flokkinn við síðustu kosningar og hefur ekki gert það hingað til,“ útskýrir Jón. 19. ágúst 2008 16:45
Ólafur til liðs við frjálslynda - niðurskurður í vændum hjá borginni Ólafur F. Magnússon borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar klukkan 11:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar tilkynnti Ólafur að hann hygðist ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða fram undir merkjum hans í næstu kosningum. Ólafur sagðist hafa rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson formann flokksins sem styður ákvörðun Ólafs. Á fundinum vitnaði Ólafur einnig í minnisblað sem samið var á fjármálaskrifstofu borgarinnar en þar er gert ráð fyrir því að launakostnaður borgarinnar verði minnkaður um átta prósent auk þess sem dregið verði úr yfirvinnu. 19. ágúst 2008 11:39