Innlent

Slapp ótrúlega vel þegar sleðinn fór fram af hengju

Karlmaður á fimmtugs aldri þykir hafa sloppið ótrúlega vel þegar hann ók vélsleða fram af fjögurra metra hárri hengju og sleðinn lenti að hluta ofan á honum eftir fallið. Slysið varð í Skriðutindum norður af Laugarvatni.

Svo vel vildi til að björgunarsveitarmenn voru þarna á ferð, sem hlúðu að manninum og bjuggu hann undir að vera hífðan um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, því hún gat ekki lent á svæðinu. Hún flutti manninn á Slysadeild Landsspítalans þar sem í ljós kom að hann var hvergi brotinn, en mikið marinn og lemstraður. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í nótt til öryggis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×